Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Halldór Kári Sigurðarson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar