Orkulaus orkuskipti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 09:02 Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Orkumál Viðreisn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun