Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 22:36 Ákærði neitaði að hafa veist að brotaþola. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira