Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Margrét Nilsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:30 Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Klám Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar