Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2022 16:30 Fjölmargar garðyrkjustöðvar eru í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira