Sveitarfélögin og íbúalýðræði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 21. janúar 2022 14:01 Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun