Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 13:19 Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands. AP/Alex Brandon Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu. Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira