Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 13:19 Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands. AP/Alex Brandon Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu. Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira