„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. janúar 2022 13:10 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir greinilegt að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Búdapest. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“ EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“
EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01
„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06
Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17
Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58
Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01