Í ólgusjó faraldurs Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. janúar 2022 17:08 Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun