Munið þið eftir kennaraverkfallinu 1995? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 20. janúar 2022 13:00 Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Kosningar 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun