Sprengingin mældist á jarðskjálftamælum: „Þetta var svaka hvellur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 22:33 Keyrt er inn í Hvalfjarðargöng. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúar í Hvalfirði urðu varir við einhvers konar sprengingu eða skjálfta skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Lítill skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar en sprengingin var í raun á vegum byggingafyrirtækisins Borgarvirkis. Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira