Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:40 Fjórum gíslum var haldið í bænahúsinu í um tíu klukkustundir. AP/Brandon Wade Charlie Cytron-Walker, rabbíni, kastaði stól í gíslatökumann sem hélt honum og þremur öðrum í gíslingu í á laugardagskvöld. Við það tókst honum og tveimur öðrum að flýja undan manninum sem var vopnaður en þá hafði gíslatakan staðið yfir í um tíu klukkustundir í bænahúsi gyðinga í Colleyville í Texas. Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47