Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 22:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira