Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:15 Boris Johnson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur í „veislu“ í maí 2020 þegar hann svaraði spurningum breskra þingmanna fyrr í dag. AP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54