Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 12. janúar 2022 09:01 Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Bítið Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Tengdar fréttir Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57 Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57
Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun