Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 12. janúar 2022 09:01 Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Bítið Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Tengdar fréttir Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57 Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57
Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar