Vonast til þess að mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni fyrir flóð í fyrramálið Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 5. janúar 2022 19:09 Veðrið er farið að versna. Vísir/Vilhelm Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur. Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur.
Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20
Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent