Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2022 11:47 Bæði Sverrir Einar Eiríksson og Ingólfur Þórarinsson hafa höfðað mál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. Málið sem tekið verður fyrir af héraðsdómi er mál Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Sindri er einn þeirra sex sem Ingó hefur kært vegna æruðmeiðandi ummæla á netinu. Ingó sendi Sindra kröfubréf í sumar vegna ummæla sem hann lét falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda frægs tónlistarmanns. Ingó kærði einnig tvo blaðamenn, Kristlínu Dís Ingilínardóttur á Fréttablaðinu og Erlu Dóru Magnúsdóttur á DV, sem drógu þá ályktun að Ingó hafi verið nafnlausi tónlistarmaðurinn sem um ræddi í myndbandi Öfga. Sindri var krafinn af Ingó um þrjár milljónir króna í miskabætur sem hann lét falla í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Sindri hefur lýst því yfir að hann muni ekki greiða Ingó krónu með gati, hann verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós, segir í samtali við fréttastofu að mál Ingós gegn Sindra sé það eina sem komið sé á dagskrá dómstóla. „Þetta snýst um það að hann gengur mjög langt og fullyrðir ýmislegt sem ekkert var fyrir. Þetta er komið í réttan farveg, þetta er til úrlausnar hjá dómstólum þar sem reka á ágreiningsmál,“ segir Auður. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar auðkýfingurinn Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsvarsmaður Römpum upp Reykjavík, bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sex sem Ingó krafði um miskabætur. Ekki náðist í Harald við gerð þessarar fréttar. Fréttastofa reyndi að ná tali af Sigrúnu Jóhannsdóttur, lögmanni Sindra, en hún var þá við það að funda með Sindra vegna málsins. Það vakti athygli blaðamanns að annað mál gegn Sindra er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag, 7. janúar, en það er mál Sverris Einars Eiríkssonar, lögfræðings og eiganda Nýju vínbúðarinnar, gegn Sindra. Sindra og Sverri fóru í hár saman á Twitter í sumar þegar mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns var á allra vörum. Sverrir hafði þá átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Sindri lét þá þessi ummæli falla um Sverri á Twitter: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ og „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki upp á sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sverrir sendi Sindra í kjölfarið kröfubréf um þrjár milljónir króna í miskabætur og rúmlega 220 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þá hefur hann farið fram á að Sindri greiði miskabæturnar inn á reikning Samtaka um kvennaathvarf. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33 Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Málið sem tekið verður fyrir af héraðsdómi er mál Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Sindri er einn þeirra sex sem Ingó hefur kært vegna æruðmeiðandi ummæla á netinu. Ingó sendi Sindra kröfubréf í sumar vegna ummæla sem hann lét falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda frægs tónlistarmanns. Ingó kærði einnig tvo blaðamenn, Kristlínu Dís Ingilínardóttur á Fréttablaðinu og Erlu Dóru Magnúsdóttur á DV, sem drógu þá ályktun að Ingó hafi verið nafnlausi tónlistarmaðurinn sem um ræddi í myndbandi Öfga. Sindri var krafinn af Ingó um þrjár milljónir króna í miskabætur sem hann lét falla í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Sindri hefur lýst því yfir að hann muni ekki greiða Ingó krónu með gati, hann verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós, segir í samtali við fréttastofu að mál Ingós gegn Sindra sé það eina sem komið sé á dagskrá dómstóla. „Þetta snýst um það að hann gengur mjög langt og fullyrðir ýmislegt sem ekkert var fyrir. Þetta er komið í réttan farveg, þetta er til úrlausnar hjá dómstólum þar sem reka á ágreiningsmál,“ segir Auður. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar auðkýfingurinn Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsvarsmaður Römpum upp Reykjavík, bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sex sem Ingó krafði um miskabætur. Ekki náðist í Harald við gerð þessarar fréttar. Fréttastofa reyndi að ná tali af Sigrúnu Jóhannsdóttur, lögmanni Sindra, en hún var þá við það að funda með Sindra vegna málsins. Það vakti athygli blaðamanns að annað mál gegn Sindra er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag, 7. janúar, en það er mál Sverris Einars Eiríkssonar, lögfræðings og eiganda Nýju vínbúðarinnar, gegn Sindra. Sindra og Sverri fóru í hár saman á Twitter í sumar þegar mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns var á allra vörum. Sverrir hafði þá átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Sindri lét þá þessi ummæli falla um Sverri á Twitter: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ og „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki upp á sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sverrir sendi Sindra í kjölfarið kröfubréf um þrjár milljónir króna í miskabætur og rúmlega 220 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þá hefur hann farið fram á að Sindri greiði miskabæturnar inn á reikning Samtaka um kvennaathvarf.
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33 Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33
Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17
Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04