Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. janúar 2022 21:01 Fjöldi fólks hefur farið með bíla sína í þrif að undanförnu. Vísir Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina: Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina:
Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira