Samstaða eða frjálshyggja? Skúli Helgason skrifar 31. desember 2021 08:01 Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna. Þetta er ekki tíminn til að láta frjálshyggjuviðhorf ná yfirhöndinni. Við þurfum áfram að standa saman og einsetja okkur að ná faraldrinum á viðráðanlegt stig á næstu vikum með því að vera skynsöm og verja okkur og náungann fyrir smitum – og heilbrigðiskerfið gagnvart lamandi álagi með skynsamlegum sóttvörnum. Ég vil sérstaklega nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila og félagsmiðstöðva fyrir afburða frammistöðu á árinu, fagmennsku og þolinmæði, lausnamiðaða hugsun og útsjónarsemi við að halda sem mest óskertu starfi meðan víða um lönd hefur skólum einfaldlega verið lokað um lengri eða skemmri tíma. Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk menntastofnana hefur sannarlega verið framlínustarfsfólk í lykilhlutverki engu síður en starfsfólk heilbrigðisstofnana og á þessi vaska sveit sannarlega heiður skilinn. Aukinn stuðningur við börn Á áramótum er mér efst í huga að jafnaðarhugsjónin um jöfn tækifæri allra – ekki síst barna til að nýta hæfileika sína og láta drauma sína rætast – á meira erindi en nokkru sinni. Við þurfum að gæta sérstaklega vel að því í miðjum heimsfaraldri að auka stuðning við börn með fjölþættan vanda, börn með annað móðurmál en íslensku, börn sem hafa dregist aftur úr í námi og þau sem glíma við andlega vanlíðan og veikindi. Við höfum lagt góðan grunn á árinu með því að þétta raðir skóla- og velferðarþjónustu með samstarfsverkefninu Betri borg fyrir börn sem verður innleitt í öllum hverfum borgarinnar frá og með áramótum. Samhliða því hefur verið veitt meira fjármagni í að bæta þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga í skólaþjónustunni og mæta þannig aukinni eftirspurn barnafjölskyldna ekki síst vegna COVID-álags. Jöfnuður er rauður þráður Risaskref var stigið í haust í að bæta fjármögnun grunnskólanna með nýju rekstrarlíkani sem skilar 1,5 milljörðum til viðbótar í þessa mikilvægu grunnstoð menntunar í landinu. Þarna er jafnaðarstefnan líka leiðarljós sem birtist í auknu tilliti til félagslegra aðstæðna sem mun gagnast sérstaklega skólum í hverfum þar sem efnahagsleg og félagsleg staða fjölskyldna er þrengri en annars staðar. Í desember samþykktum við í borgarstjórn að bæta enn móttöku barna með annað móðurmál en íslensku og á komandi hausti verða stofnuð tvö ný íslenskuver sem gera kleift að bjóða nemendum sem eru að flytjast til borgarinnar frá ólíkum tungumálasvæðum meiri og markvissari íslenskukennslu frá fyrsta degi. Ný aðgerðaáætlun menntastefnu Ný menntastefna borgarinnar hefur verið okkar siglingakort undanfarin þrjú ár og skerpt vel á forgangsröðun í málaflokknum. Ný áætlun um almennar aðgerðir var samþykkt í nóvember og þar er fyrsta að telja áherslu á loftslagsmál, vitundarvakningu og aðgerðir í skóla- og frístundastarfi með sérstakri áherslu á grunnskólana. Á því sviði höfum við tekið upp samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir, Landvernd, Sorpu og Faxaflóahafnir um verkefnið Grænskjái, sem kortleggur kolefnisfótspor í grunnskólum og virkjar nemendur og kennara til aðgerða í nærumhverfinu. Grænskjáir hafa þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendum vettvangi og unnu til verðlauna Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Aðgerðaáætlun menntastefnu geymir líka áherslu á heilbrigði, þar með talið geðrækt sem verður sífellt mikilvægara verkefni til að tryggja velferð barna í skóla- og frístundastarfi. Börnum verður að líða vel svo þeim gangi vel í skólanum. Viðburðaríkt ár framundan Næsta vor göngum við til kosninga í borginni og þá verður ekki síst tekist á um það í hvers konar borg við viljum lifa. Viljum við græna borg sem tekst á við loftslagsvandann með ábyrgri og hugrakkri stefnu í samgöngu- og skipulagsmálum, borg heilbrigðis og jafnaðar sem hugar vel að menntun og velferð barnafjölskyldna? Eða viljum við fara til baka í gráa borg þar sem borgarskipulag þjónar fyrst og fremst einkabílnum með tilheyrandi mengun, umferðartöfum, dýrmætu landi undir bílastæði og þar fram eftir götunum? Skýrt val Samfylkingin er tilbúin að leiða áfram samstarf meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Samstarf Samfylkingarinnar við Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur verið afar farsælt á kjörtímabilinu og þar ræður ferð einlægur vilji til að gera enn betur með því að tryggja ábyrgar lausnir í loftslagsmálum, öflugar almenningssamgöngur með Borgarlínu, blómlega þétta byggð um alla borg, metnaðarfullt skóla- og frístundastarf og velferðarþjónustu í fremstu röð. Vonandi verður framhald þar á, því einstaklingshyggja nýfrjálshyggjunnar er ekki vænleg leið til að skapa gott borgarsamfélag. Samstaða og jöfnuður eru og verða áfram lykillinn að farsælli stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skúli Helgason Skóla - og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna. Þetta er ekki tíminn til að láta frjálshyggjuviðhorf ná yfirhöndinni. Við þurfum áfram að standa saman og einsetja okkur að ná faraldrinum á viðráðanlegt stig á næstu vikum með því að vera skynsöm og verja okkur og náungann fyrir smitum – og heilbrigðiskerfið gagnvart lamandi álagi með skynsamlegum sóttvörnum. Ég vil sérstaklega nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila og félagsmiðstöðva fyrir afburða frammistöðu á árinu, fagmennsku og þolinmæði, lausnamiðaða hugsun og útsjónarsemi við að halda sem mest óskertu starfi meðan víða um lönd hefur skólum einfaldlega verið lokað um lengri eða skemmri tíma. Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk menntastofnana hefur sannarlega verið framlínustarfsfólk í lykilhlutverki engu síður en starfsfólk heilbrigðisstofnana og á þessi vaska sveit sannarlega heiður skilinn. Aukinn stuðningur við börn Á áramótum er mér efst í huga að jafnaðarhugsjónin um jöfn tækifæri allra – ekki síst barna til að nýta hæfileika sína og láta drauma sína rætast – á meira erindi en nokkru sinni. Við þurfum að gæta sérstaklega vel að því í miðjum heimsfaraldri að auka stuðning við börn með fjölþættan vanda, börn með annað móðurmál en íslensku, börn sem hafa dregist aftur úr í námi og þau sem glíma við andlega vanlíðan og veikindi. Við höfum lagt góðan grunn á árinu með því að þétta raðir skóla- og velferðarþjónustu með samstarfsverkefninu Betri borg fyrir börn sem verður innleitt í öllum hverfum borgarinnar frá og með áramótum. Samhliða því hefur verið veitt meira fjármagni í að bæta þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga í skólaþjónustunni og mæta þannig aukinni eftirspurn barnafjölskyldna ekki síst vegna COVID-álags. Jöfnuður er rauður þráður Risaskref var stigið í haust í að bæta fjármögnun grunnskólanna með nýju rekstrarlíkani sem skilar 1,5 milljörðum til viðbótar í þessa mikilvægu grunnstoð menntunar í landinu. Þarna er jafnaðarstefnan líka leiðarljós sem birtist í auknu tilliti til félagslegra aðstæðna sem mun gagnast sérstaklega skólum í hverfum þar sem efnahagsleg og félagsleg staða fjölskyldna er þrengri en annars staðar. Í desember samþykktum við í borgarstjórn að bæta enn móttöku barna með annað móðurmál en íslensku og á komandi hausti verða stofnuð tvö ný íslenskuver sem gera kleift að bjóða nemendum sem eru að flytjast til borgarinnar frá ólíkum tungumálasvæðum meiri og markvissari íslenskukennslu frá fyrsta degi. Ný aðgerðaáætlun menntastefnu Ný menntastefna borgarinnar hefur verið okkar siglingakort undanfarin þrjú ár og skerpt vel á forgangsröðun í málaflokknum. Ný áætlun um almennar aðgerðir var samþykkt í nóvember og þar er fyrsta að telja áherslu á loftslagsmál, vitundarvakningu og aðgerðir í skóla- og frístundastarfi með sérstakri áherslu á grunnskólana. Á því sviði höfum við tekið upp samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir, Landvernd, Sorpu og Faxaflóahafnir um verkefnið Grænskjái, sem kortleggur kolefnisfótspor í grunnskólum og virkjar nemendur og kennara til aðgerða í nærumhverfinu. Grænskjáir hafa þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendum vettvangi og unnu til verðlauna Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Aðgerðaáætlun menntastefnu geymir líka áherslu á heilbrigði, þar með talið geðrækt sem verður sífellt mikilvægara verkefni til að tryggja velferð barna í skóla- og frístundastarfi. Börnum verður að líða vel svo þeim gangi vel í skólanum. Viðburðaríkt ár framundan Næsta vor göngum við til kosninga í borginni og þá verður ekki síst tekist á um það í hvers konar borg við viljum lifa. Viljum við græna borg sem tekst á við loftslagsvandann með ábyrgri og hugrakkri stefnu í samgöngu- og skipulagsmálum, borg heilbrigðis og jafnaðar sem hugar vel að menntun og velferð barnafjölskyldna? Eða viljum við fara til baka í gráa borg þar sem borgarskipulag þjónar fyrst og fremst einkabílnum með tilheyrandi mengun, umferðartöfum, dýrmætu landi undir bílastæði og þar fram eftir götunum? Skýrt val Samfylkingin er tilbúin að leiða áfram samstarf meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Samstarf Samfylkingarinnar við Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur verið afar farsælt á kjörtímabilinu og þar ræður ferð einlægur vilji til að gera enn betur með því að tryggja ábyrgar lausnir í loftslagsmálum, öflugar almenningssamgöngur með Borgarlínu, blómlega þétta byggð um alla borg, metnaðarfullt skóla- og frístundastarf og velferðarþjónustu í fremstu röð. Vonandi verður framhald þar á, því einstaklingshyggja nýfrjálshyggjunnar er ekki vænleg leið til að skapa gott borgarsamfélag. Samstaða og jöfnuður eru og verða áfram lykillinn að farsælli stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun