Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:06 Suður-Afríka hefur verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19 í Afríku. EPA-EFE/Kim Ludbrook Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01