„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 23:57 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun um árið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34
„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32