Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 12:06 Tvær sviðsmyndir eru í stöðunni, annað hvort nær kvikan upp á yfirborðið og framkallar eldgos eða skjálftavirknin fjarar út og kvikan stoppar á nokkurra kílómetra dýpi. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira