Strætó loks á leið í vistþorpið eftir að íbúar sökuðu borgina um tvískinnung Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2021 21:18 Íbúum verður skutlað á næstu skiptistöð. Vísir/Vilhelm Strætó mun hefja ferðir í Gufunesþorp í Reykjavík þann 2. janúar næstkomandi en til að byrja með verða strætósamgöngur úr Gufunesi í formi pöntunarþjónustu. Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“ Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“
Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30