Gaeta farið að selja ekta alvöru ítalskt cannoli Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2021 16:01 Egill sem og aðrir forframaðir sælkerar fagna því að nú megi fá alvöru ítalskt bakkelsi, cannoli, í Reykjavík. vísir/vilhelm/Gaeta Egill Helgason sjónvarpsmaður telur um stórtíðindi að ræða; að nú megi fá cannoli í Reykjavík. Ísbúðin Gaeta í Aðalstræti er mikið eftirlæti sælkera þeirra sem eru forframaðir og vita um hvað þeir tala. Egill er einn þeirra og hann flytur vinum sínum á Facebook tíðindi. „Mér þykir ís hrikalega góður. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi verið til betri ísbúð á Íslandi en Gaeta í Aðalstræti. Þetta er fyrsta búðin hérlendis sem selur alvöru ítalskan ís. Ég átti þar leið framhjá í morgun (fékk mér þó ekki ís í morgunverð) og sá að nú er Gaeta farið að bjóða upp á alvöru ítalskt cannoli,“ segir Egill. Sjónvarpsmaðurinn bætir því við að hér sé um stórtíðindi að ræða og tengir við frægt atriði úr Guðföðurnum, bestu kvikmynd allra tíma, „þar sem þetta fræga ítalska bakkelsi kemur við sögu“: Fjölmargir sælkerar og kvikmyndaáhugamenn taka þessum tíðindum fagnandi og ljóst má vera að þarna er um mikilvægar upplýsingar að ræða. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri segir að þarna sé „langbesti ísinn“ og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir: „Gaeta er paradís.“ Kvikmyndasérfræðingarnir láta einnig í sér heyra. Þorfinnur Ómarsson erindreki í Brussel segir þetta frábæra senu. Og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfæðingur í orkumálum, lætur í té gagnslausar upplýsingar sem þó eru svo mikilvægar. „Information of no importance... en samt auðvitað mjög mikilvægt: "...take the Cannoli" var ekki í handritinu. Castellano bætti þessu sisona við sjálfur.“ Matur Reykjavík Ítalía Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Ísbúðin Gaeta í Aðalstræti er mikið eftirlæti sælkera þeirra sem eru forframaðir og vita um hvað þeir tala. Egill er einn þeirra og hann flytur vinum sínum á Facebook tíðindi. „Mér þykir ís hrikalega góður. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi verið til betri ísbúð á Íslandi en Gaeta í Aðalstræti. Þetta er fyrsta búðin hérlendis sem selur alvöru ítalskan ís. Ég átti þar leið framhjá í morgun (fékk mér þó ekki ís í morgunverð) og sá að nú er Gaeta farið að bjóða upp á alvöru ítalskt cannoli,“ segir Egill. Sjónvarpsmaðurinn bætir því við að hér sé um stórtíðindi að ræða og tengir við frægt atriði úr Guðföðurnum, bestu kvikmynd allra tíma, „þar sem þetta fræga ítalska bakkelsi kemur við sögu“: Fjölmargir sælkerar og kvikmyndaáhugamenn taka þessum tíðindum fagnandi og ljóst má vera að þarna er um mikilvægar upplýsingar að ræða. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri segir að þarna sé „langbesti ísinn“ og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir: „Gaeta er paradís.“ Kvikmyndasérfræðingarnir láta einnig í sér heyra. Þorfinnur Ómarsson erindreki í Brussel segir þetta frábæra senu. Og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfæðingur í orkumálum, lætur í té gagnslausar upplýsingar sem þó eru svo mikilvægar. „Information of no importance... en samt auðvitað mjög mikilvægt: "...take the Cannoli" var ekki í handritinu. Castellano bætti þessu sisona við sjálfur.“
Matur Reykjavík Ítalía Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira