Gaeta farið að selja ekta alvöru ítalskt cannoli Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2021 16:01 Egill sem og aðrir forframaðir sælkerar fagna því að nú megi fá alvöru ítalskt bakkelsi, cannoli, í Reykjavík. vísir/vilhelm/Gaeta Egill Helgason sjónvarpsmaður telur um stórtíðindi að ræða; að nú megi fá cannoli í Reykjavík. Ísbúðin Gaeta í Aðalstræti er mikið eftirlæti sælkera þeirra sem eru forframaðir og vita um hvað þeir tala. Egill er einn þeirra og hann flytur vinum sínum á Facebook tíðindi. „Mér þykir ís hrikalega góður. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi verið til betri ísbúð á Íslandi en Gaeta í Aðalstræti. Þetta er fyrsta búðin hérlendis sem selur alvöru ítalskan ís. Ég átti þar leið framhjá í morgun (fékk mér þó ekki ís í morgunverð) og sá að nú er Gaeta farið að bjóða upp á alvöru ítalskt cannoli,“ segir Egill. Sjónvarpsmaðurinn bætir því við að hér sé um stórtíðindi að ræða og tengir við frægt atriði úr Guðföðurnum, bestu kvikmynd allra tíma, „þar sem þetta fræga ítalska bakkelsi kemur við sögu“: Fjölmargir sælkerar og kvikmyndaáhugamenn taka þessum tíðindum fagnandi og ljóst má vera að þarna er um mikilvægar upplýsingar að ræða. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri segir að þarna sé „langbesti ísinn“ og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir: „Gaeta er paradís.“ Kvikmyndasérfræðingarnir láta einnig í sér heyra. Þorfinnur Ómarsson erindreki í Brussel segir þetta frábæra senu. Og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfæðingur í orkumálum, lætur í té gagnslausar upplýsingar sem þó eru svo mikilvægar. „Information of no importance... en samt auðvitað mjög mikilvægt: "...take the Cannoli" var ekki í handritinu. Castellano bætti þessu sisona við sjálfur.“ Matur Reykjavík Ítalía Veitingastaðir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ísbúðin Gaeta í Aðalstræti er mikið eftirlæti sælkera þeirra sem eru forframaðir og vita um hvað þeir tala. Egill er einn þeirra og hann flytur vinum sínum á Facebook tíðindi. „Mér þykir ís hrikalega góður. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi verið til betri ísbúð á Íslandi en Gaeta í Aðalstræti. Þetta er fyrsta búðin hérlendis sem selur alvöru ítalskan ís. Ég átti þar leið framhjá í morgun (fékk mér þó ekki ís í morgunverð) og sá að nú er Gaeta farið að bjóða upp á alvöru ítalskt cannoli,“ segir Egill. Sjónvarpsmaðurinn bætir því við að hér sé um stórtíðindi að ræða og tengir við frægt atriði úr Guðföðurnum, bestu kvikmynd allra tíma, „þar sem þetta fræga ítalska bakkelsi kemur við sögu“: Fjölmargir sælkerar og kvikmyndaáhugamenn taka þessum tíðindum fagnandi og ljóst má vera að þarna er um mikilvægar upplýsingar að ræða. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri segir að þarna sé „langbesti ísinn“ og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir: „Gaeta er paradís.“ Kvikmyndasérfræðingarnir láta einnig í sér heyra. Þorfinnur Ómarsson erindreki í Brussel segir þetta frábæra senu. Og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfæðingur í orkumálum, lætur í té gagnslausar upplýsingar sem þó eru svo mikilvægar. „Information of no importance... en samt auðvitað mjög mikilvægt: "...take the Cannoli" var ekki í handritinu. Castellano bætti þessu sisona við sjálfur.“
Matur Reykjavík Ítalía Veitingastaðir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira