Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2025 16:53 Kristin Cabot lýsir því í fyrsta sinn hvernig henni leið þegar myndavélin færðist á þau Andy Byron á Coldplay tónleikunum síðasta sumar. Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma. Málið komst í heimsfréttirnar í júlí og fór eins og eldur í sinu um netheima eftir að myndskeið náðist af þeim í faðmlögunum og Chris Martin söngvari Coldplay veitti því eftirtekt hve vandræðalega þau hefðu flúið undan myndavélinni. Velti hann vöngum yfir því hvort þau væru að halda framhjá en Kristin segir við bandaríska miðilinn nú að sagan hafi aldrei verið svo einföld. Þau unnu bæði hjá tæknifyrirtækinu Astronomer á þessum tíma. Tvennt kom upp í hugann Í viðtalinu við New York Times lýsir hún því að hún hafi farið ásamt Byron á tónleikana með nokkrum vinum. Þau hafi fengið sér drykki í aðdraganda tónleikanna, hún hafi hugsað með sér að hún gæti alveg ráðið við það að vera skotin í yfirmanni sínum og að hún myndi ekki fara yfir strikið. Þau hafi verið með sæti á sérstöku VIP svæði og því hafi hún og Byron endað allt að því ein og í miklu myrkri. Þau hafi raðað í sig tekíla kokteilum og orðið nánari eftir því sem leið á kvöldið. Kristin tekur fram að þarna hafi þau kysst hvort annað, en það hafi verið í fyrsta og eina skiptið. Þegar myndin birtist af þeim á risaskjánum segir Kristin að það hafi verið líkt og einhver hafi ýtt á takka. „Ég mun aldrei geta útskýrt þetta á auðskiljanlegan hátt,“ segir Kristin og segir að sælutilfinningar hafi á einu augabragði breyst í hrylling. Hún segist hafa hugsað um tvennt á þessu augnabliki. Að þáverandi eiginmaður hennar Andrew Cabot væri staddur í salnum og að hún vildi ekki undir nokkrum kringumstæðum niðurlæga hann. Hitt hafi verið sú staðreynd að þarna hafi hún verið með yfirmanni sínum. Hún yfirmaður mannauðsmála og hann forstjóri. „Við sátum bæði þarna með hendur í andlitinu og spurðum okkur: „Hvað gerðist?“ Hún segir að þau hafi þá þegar farið að ræða hvernig þau ættu að bregðast við þessu, þeirra fyrstu viðbrögð hafi verið þau að það yrði að segja stjórn fyrirtækisins frá þessu. Þau hafi haldið saman í íbúð hennar þar sem þau hafi ráðið ráðum sínum og skrifað tölvupóst saman til stjórnarinnar. „Þarna hófust kvíðaköstin að hellast yfir okkur,“ segir Kristina sem segir að klukkan fjögur þessa nóttina hafi hún fengið send skilaboð. Þar var á ferðinni skjáskot af þeim tveimur á tónleikunum af Tik-Tok. Þau hafi síðan sent stjórninni tölvupóst klukkan sex að morgni. Sexhundruð símtöl á dag Kristin lýsir lífi sínu í kjölfarið og líkir því við hreinustu matrtröð. Á netinu hafi hún verið drusluskömmuð, líkt við gullgrafara og kölluð öllum illum látum. Þá var útlit hennar gagnrýnt og vikum saman hafi hún fengið fimmhundruð til sexhundruð símtöl á dag. Papparassar hafi setið um hana og morðhótanir hellst yfir hana. Eftir að málin hafi róast og almenningur hætt að velta þessu fyrir sér segir Kristin að það hafi þó setið í henni á hverjum einasta degi. Hún segir að börnin hennar vilji ekki láta sjá sig með henni á almannafæri enda fylgi því töluvert áreiti. „Þau voru hrædd um að ég myndi deyja og að þau myndu deyja,“ segir Kristin við New York Times. Hún rifjar upp að hún hafi eitt sinn verið að taka bensín þegar ókunnug manneskja hafi veitt henni eftirtekt. Sú hafi kallað hana ógeðslega og sagt henni að hún „ætti ekki skilið að anda sama lofti og ég.“ Hún segir að eftir rannsókn á málinu í fyrirtækinu hafi henni verið boðið starf sitt aftur innan Astronomer. Hún hafi hafnað boðinu og ekki getað séð sér stætt að sinna starfi sínu sem yfirmaður mannauðsmála eftir slík mistök. Hún segist ekki halda sambandi við fyrrverandi yfirmann sinn. Sá hefur sést með eiginkonu sinni opinberlega í sumar og hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið. Kristin segist fyrst og fremst vona að hún mæti skilningi, markmiðið sé ekki að sækjast eftir fyrirgefningu. „Ég vil að börnin mín viti að þú megir gera mistök og að þú getir í alvörunni klúðrað öllu. En þú átt ekki að þurfa að þola það að þér sé hótað lífláti vegna þeirra.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Vinnustaðurinn Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Málið komst í heimsfréttirnar í júlí og fór eins og eldur í sinu um netheima eftir að myndskeið náðist af þeim í faðmlögunum og Chris Martin söngvari Coldplay veitti því eftirtekt hve vandræðalega þau hefðu flúið undan myndavélinni. Velti hann vöngum yfir því hvort þau væru að halda framhjá en Kristin segir við bandaríska miðilinn nú að sagan hafi aldrei verið svo einföld. Þau unnu bæði hjá tæknifyrirtækinu Astronomer á þessum tíma. Tvennt kom upp í hugann Í viðtalinu við New York Times lýsir hún því að hún hafi farið ásamt Byron á tónleikana með nokkrum vinum. Þau hafi fengið sér drykki í aðdraganda tónleikanna, hún hafi hugsað með sér að hún gæti alveg ráðið við það að vera skotin í yfirmanni sínum og að hún myndi ekki fara yfir strikið. Þau hafi verið með sæti á sérstöku VIP svæði og því hafi hún og Byron endað allt að því ein og í miklu myrkri. Þau hafi raðað í sig tekíla kokteilum og orðið nánari eftir því sem leið á kvöldið. Kristin tekur fram að þarna hafi þau kysst hvort annað, en það hafi verið í fyrsta og eina skiptið. Þegar myndin birtist af þeim á risaskjánum segir Kristin að það hafi verið líkt og einhver hafi ýtt á takka. „Ég mun aldrei geta útskýrt þetta á auðskiljanlegan hátt,“ segir Kristin og segir að sælutilfinningar hafi á einu augabragði breyst í hrylling. Hún segist hafa hugsað um tvennt á þessu augnabliki. Að þáverandi eiginmaður hennar Andrew Cabot væri staddur í salnum og að hún vildi ekki undir nokkrum kringumstæðum niðurlæga hann. Hitt hafi verið sú staðreynd að þarna hafi hún verið með yfirmanni sínum. Hún yfirmaður mannauðsmála og hann forstjóri. „Við sátum bæði þarna með hendur í andlitinu og spurðum okkur: „Hvað gerðist?“ Hún segir að þau hafi þá þegar farið að ræða hvernig þau ættu að bregðast við þessu, þeirra fyrstu viðbrögð hafi verið þau að það yrði að segja stjórn fyrirtækisins frá þessu. Þau hafi haldið saman í íbúð hennar þar sem þau hafi ráðið ráðum sínum og skrifað tölvupóst saman til stjórnarinnar. „Þarna hófust kvíðaköstin að hellast yfir okkur,“ segir Kristina sem segir að klukkan fjögur þessa nóttina hafi hún fengið send skilaboð. Þar var á ferðinni skjáskot af þeim tveimur á tónleikunum af Tik-Tok. Þau hafi síðan sent stjórninni tölvupóst klukkan sex að morgni. Sexhundruð símtöl á dag Kristin lýsir lífi sínu í kjölfarið og líkir því við hreinustu matrtröð. Á netinu hafi hún verið drusluskömmuð, líkt við gullgrafara og kölluð öllum illum látum. Þá var útlit hennar gagnrýnt og vikum saman hafi hún fengið fimmhundruð til sexhundruð símtöl á dag. Papparassar hafi setið um hana og morðhótanir hellst yfir hana. Eftir að málin hafi róast og almenningur hætt að velta þessu fyrir sér segir Kristin að það hafi þó setið í henni á hverjum einasta degi. Hún segir að börnin hennar vilji ekki láta sjá sig með henni á almannafæri enda fylgi því töluvert áreiti. „Þau voru hrædd um að ég myndi deyja og að þau myndu deyja,“ segir Kristin við New York Times. Hún rifjar upp að hún hafi eitt sinn verið að taka bensín þegar ókunnug manneskja hafi veitt henni eftirtekt. Sú hafi kallað hana ógeðslega og sagt henni að hún „ætti ekki skilið að anda sama lofti og ég.“ Hún segir að eftir rannsókn á málinu í fyrirtækinu hafi henni verið boðið starf sitt aftur innan Astronomer. Hún hafi hafnað boðinu og ekki getað séð sér stætt að sinna starfi sínu sem yfirmaður mannauðsmála eftir slík mistök. Hún segist ekki halda sambandi við fyrrverandi yfirmann sinn. Sá hefur sést með eiginkonu sinni opinberlega í sumar og hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið. Kristin segist fyrst og fremst vona að hún mæti skilningi, markmiðið sé ekki að sækjast eftir fyrirgefningu. „Ég vil að börnin mín viti að þú megir gera mistök og að þú getir í alvörunni klúðrað öllu. En þú átt ekki að þurfa að þola það að þér sé hótað lífláti vegna þeirra.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Vinnustaðurinn Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira