Sagði að Sigurður hefði ekki pung til að taka við KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2021 10:01 Böðvari Guðjónssyni tókst ekki að sannfæra Sigurð Ingimundarson um að taka við KR fyrir tímabilið 2009-10. stöð 2 sport Í síðasti þætti Foringjanna rifjaði Henry Birgi Gunnarsson upp með Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, þegar hann vildi fá Sigurð Ingimundarson til að taka við Vesturbæjarliðinu. Fyrir tímabilið 2009 voru KR-ingar í þjálfaraleit eftir að Benedikt Guðmundsson steig frá borði eftir að hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þremur árum. Böðvar horfði meðal annars til Suðurnesjanna og vildi fá Sigurð sem hafði unnið fjölda titla með karla- og kvennalið Keflavíkur og þjálfað karlalandsliðið. „Ég var búinn að fylgjast lengi með Sigga. Hann var leikmaður í Keflavíkurliðinu þegar ég var að spila, grjótharður, og svo fylgst með honum þjálfa. Hann var klárlega kandítat sem myndi falla inn í kúltúrinn hérna, mikill sigurvegari,“ sagði Böðvar. Klippa: Foringjarnir - Sigurður hafnaði KR Sigurður sagði á endanum nei við KR og Böðvar sendi honum þá tóninn í viðtali í Fréttablaðinu. „Hann hafnaði okkur á lokasprettinum. Ég var rosalega sár. Á þessum tíma var ég ungur og vitlaus. Varst það ekki þú sem hringdir í mig?“ spurði Böðvar Henry sem svaraði játandi. „Einhverra hluta vegna náðir þú út úr mér eftirfarandi setningu: Sigurður hefur ekki pung til að taka við KR. Eftir á hugsaði ég að þetta væri kannski aðeins of mikið sem þetta var. En þetta var komið í loftið og ekkert hægt að breyta því.“ Daginn eftir fékk Sigurður spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar var hann spurður að því hvort skot Böðvars hafi verið fyrir neðan belti. Sigurður svaraði: Já, frá lélegri skyttu. „Þá vissi ég að Sigurður tók þetta ekkert nærri sér. Hann svaraði bara fullum hálsi og málið dautt,“ sagði Böðvar. Páll Kolbeinsson stýrði KR tímabilið 2009-10 en eftir það tók Hrafn Kristjánsson við liðinu og gerði það að tvöföldum meisturum 2011. Subway-deild karla KR Foringjarnir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Fyrir tímabilið 2009 voru KR-ingar í þjálfaraleit eftir að Benedikt Guðmundsson steig frá borði eftir að hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þremur árum. Böðvar horfði meðal annars til Suðurnesjanna og vildi fá Sigurð sem hafði unnið fjölda titla með karla- og kvennalið Keflavíkur og þjálfað karlalandsliðið. „Ég var búinn að fylgjast lengi með Sigga. Hann var leikmaður í Keflavíkurliðinu þegar ég var að spila, grjótharður, og svo fylgst með honum þjálfa. Hann var klárlega kandítat sem myndi falla inn í kúltúrinn hérna, mikill sigurvegari,“ sagði Böðvar. Klippa: Foringjarnir - Sigurður hafnaði KR Sigurður sagði á endanum nei við KR og Böðvar sendi honum þá tóninn í viðtali í Fréttablaðinu. „Hann hafnaði okkur á lokasprettinum. Ég var rosalega sár. Á þessum tíma var ég ungur og vitlaus. Varst það ekki þú sem hringdir í mig?“ spurði Böðvar Henry sem svaraði játandi. „Einhverra hluta vegna náðir þú út úr mér eftirfarandi setningu: Sigurður hefur ekki pung til að taka við KR. Eftir á hugsaði ég að þetta væri kannski aðeins of mikið sem þetta var. En þetta var komið í loftið og ekkert hægt að breyta því.“ Daginn eftir fékk Sigurður spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar var hann spurður að því hvort skot Böðvars hafi verið fyrir neðan belti. Sigurður svaraði: Já, frá lélegri skyttu. „Þá vissi ég að Sigurður tók þetta ekkert nærri sér. Hann svaraði bara fullum hálsi og málið dautt,“ sagði Böðvar. Páll Kolbeinsson stýrði KR tímabilið 2009-10 en eftir það tók Hrafn Kristjánsson við liðinu og gerði það að tvöföldum meisturum 2011.
Subway-deild karla KR Foringjarnir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira