Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 21:05 Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. „Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira