Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 06:47 Tímabókunum innan heilbrigðisþjónustunnar verður frestað í desember en Johnson sagði það betra en að þurfa að grípa til stórfelldra afbókana eftir áramót vegna óheftrar ómíkron-bylgju. epa/Neil Hall Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“