Foreldrar og kennarar eru saman í liði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 9. desember 2021 21:02 Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar