KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sjö og hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 16:00 Björn Kristjánsson í leik með KR í Þorlákshöfn en hann er eini leikmaður síðasta meistaraliðs KR sem er enn að spila með liðinu. Vísir/Vilhelm Aðeins tvö félög hafa orðið Íslandsmeistarar í körfubolta frá árinu 2014. KR og núverandi Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn. Þessi tvö lið mætast í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla sex ár í röð frá 2014 til 2019. Árið 2020 fór Íslandsbikarinn ekki á loft vegna kórónuveirunnar en Þórsarar enduðu sigurgöngu KR-inga síðasta vor. Leikurinn milli Þór Þorl. og KR í kvöld er sögulegur hvað það varðar að þetta er í fyrsta sinn í sjö og hálft ár sem KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan honum verður sýnt beint frá leik ÍR og Grindavíkur á sömu stöð. Eins og áður sagði þarf að fara langt aftur í tímann til að finna leik hjá KR þar sem þeir eru að glíma við Íslandsmeistara. Það hefur ekkert gerst síðan að KR og Grindavík léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2014. Grindavík var þá Íslandsmeistari tvö ár þar á undan. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leiknum í Grindavík 1. maí 2014. KR-ingar héldu Íslandsmeistaratitlinum í 2612 daga þar til að Þórsarar fengu styttuna í hendurnar eftir sigur í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík í sumar. Bæði liðin töpuðu í síðustu umferð, Þórsarar á útivelli á móti Val en KR-ingar á heimavelli á móti Keflavík. KR-liðið hefur reyndar tapað tveimur leikjum í röð og missti auk þessa landsliðsmanninn Þóri Guðmund Þorbjarnarson í atvinnumennsku. Þórir var með 21 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í síðasta leik. KR vann úrslitaeinvígið 3-1 en síðast þegar KR mætti ríkjandi Íslandsmeisturum í deildinni þá töpuðu KR-ingar með sjö stigum á heimavelli á móti þá ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Þórsliðið vann báða leiki sína á móti KR á síðustu leiktíð þar af með átta stigum í Þorlákshöfn, 84-76, og með þrjátíu stigum í Vesturbænum, 107-77. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla sex ár í röð frá 2014 til 2019. Árið 2020 fór Íslandsbikarinn ekki á loft vegna kórónuveirunnar en Þórsarar enduðu sigurgöngu KR-inga síðasta vor. Leikurinn milli Þór Þorl. og KR í kvöld er sögulegur hvað það varðar að þetta er í fyrsta sinn í sjö og hálft ár sem KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan honum verður sýnt beint frá leik ÍR og Grindavíkur á sömu stöð. Eins og áður sagði þarf að fara langt aftur í tímann til að finna leik hjá KR þar sem þeir eru að glíma við Íslandsmeistara. Það hefur ekkert gerst síðan að KR og Grindavík léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2014. Grindavík var þá Íslandsmeistari tvö ár þar á undan. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leiknum í Grindavík 1. maí 2014. KR-ingar héldu Íslandsmeistaratitlinum í 2612 daga þar til að Þórsarar fengu styttuna í hendurnar eftir sigur í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík í sumar. Bæði liðin töpuðu í síðustu umferð, Þórsarar á útivelli á móti Val en KR-ingar á heimavelli á móti Keflavík. KR-liðið hefur reyndar tapað tveimur leikjum í röð og missti auk þessa landsliðsmanninn Þóri Guðmund Þorbjarnarson í atvinnumennsku. Þórir var með 21 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í síðasta leik. KR vann úrslitaeinvígið 3-1 en síðast þegar KR mætti ríkjandi Íslandsmeisturum í deildinni þá töpuðu KR-ingar með sjö stigum á heimavelli á móti þá ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Þórsliðið vann báða leiki sína á móti KR á síðustu leiktíð þar af með átta stigum í Þorlákshöfn, 84-76, og með þrjátíu stigum í Vesturbænum, 107-77.
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira