Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 18:32 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi umhverfisráðherra var gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að hafa friðað jörðina Dranga í Árneshreppi korteri fyrir lyklaskipti við Guðlaug Þór Þórðarson að ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. Þarna er um að ræða óbyggð víðerni á landi Dranga í Árneshreppi. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði furðulegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi umhverfisráðherra hefði friðað landið daginn fyrir lyklaskipti á ráðuneytum. Þessi friðun gæti haft áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sem væri í nýtingarflokki rammaáætlunar um virkjun og nýtingu landsvæða. Um þetta spunnust síðan miklar umræður sem og um fjárútlát einstakra ráðherra í aðdraganda kosninganna. „Að einn hæst virtur ráðherra skuli hafa afgreitt þetta án nokkurs samráðs við þingið, án nokkurs samráðs við arftaka sinn. Sem kemur greinilega af fjöllum en þó ekki fjöllum Vestfjarða. Og gera þetta rétt áður en hann færir sig í annað ráðuneyti,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók undir með Sigmundi Davíð. „Þetta eru ótrúlega undarleg vinnubrögð. Þau eru auðvitað síðasti hlekkurinn í atburðarás sem hófst síðasta vor. Þegar ráðherrarnir fóru ríðandi um héruð til að borga og friðlýsa og kaupa sér velvild kjósenda í landinu,“ sagði Logi. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði hvort vænta mætti þess að ágreiningur milli stjórnarflokkanna yrði afgreiddur með þessum hætti þeirra á milli og án aðkomu þingsins. „Þetta er mikilvægara en svo að það sé hægt að útkljá það í sandkassa,“ sagði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra segir Alþingi en ekki ráðherra hafa fjárveitingarvaldið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna. „Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita stjórnarráðinu aðhald. Einstökum ráðherrum, ríkisstjórninni í nefndum, hér í þingsal,“ sagði fjármálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson situr á Alþingi fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi hér frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið eins og einn háttvirtur þingmaður nefndi hér áðan. Auðvitað algerlega skautað framhjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingarvaldið,“ sagði Bjarni og fullyrti að ráðherrar færu algerlega eftir fjárheimildum Alþingis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði Alþingi hins vegar hafa verið haldið frá hlutverki sínu. „Þingi var slitið 13. júní. Það kom aftur saman í desembermánuði. Þingið hefur verið í engri stöðu til að veita ríkisstjórninni aðhald. Einfaldlega vegna þess að það var búið þannig um hnútana að þingið var ekki að störfum,“ sagði Þorbjörg. Móta þarf aðgerðir fyrir þá sem enn sæta samkomutakmörkunum Fjármálaráðherra stóð hins vegar í fleiru á Alþngi því fyrsta umræða um tekjufrumvörp og skatta og gjaldafrumvörp næsta árs hófst á Alþingi í dag. Þar sýnist mörgum að gera megi betur en Bjarni segir ríkisstjórnina leggja sitt að mörkum með því að hækka ekki króntöluskatta eins og tóbaks og bensíngjöld umfram 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlbankans. „Jafnvel þótt verðbólgan á þessu ári og næsta sé þar yfir. Þannig að þessi gjöld eru að rýrna að raungildi. En þau hækka um tvö og hálft prósent,“ segir fjármálaráðherra. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar með þessum tekjufrumvörpum á þessum tímapunkti þegar útgjöld ríkissjóðs hafa auðvitað hafa verið gífurleg á undanförnum tveimur árum vegna faraldursins? „Stefnan sem við höfum verið að reka er að segja að rétta viðbragðið við því að hérna tapast tuttugu þúsund störf er að bíða og styðja. Vera með ívilnanir. Sætta sig við að tekjur ríkissjóðs falla tímabundið og trúa því að með því að fara ekki í skattahækkanir og vera ekki í niðurskurði og bæta frekar í fjárfestingu muni þessi tími klára siglíða hjá og störfin verða til. Þetta er að gerast núna,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna.Vísir/Vilhelm Ýmsar vinnumarkaðsaðgerðir renni bráttút enda uppfylli margir ekki skilyrði þeirra vegna minna atvinnuleysis. Hins vegar verði að grípa til úrræða fyir þá sem verði enn að hafa lokað eða eru með mjög skertan opnunartíma. „Það höfum við gert í gegnum allan þennan faraldur og við þurfum að ljúka við smíði slíkra úrræða í samræmi við ástandið núna og þessar nýjustu ákvarðanir um samkomutakmarkanir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Umhverfismál Árneshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þarna er um að ræða óbyggð víðerni á landi Dranga í Árneshreppi. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði furðulegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi umhverfisráðherra hefði friðað landið daginn fyrir lyklaskipti á ráðuneytum. Þessi friðun gæti haft áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sem væri í nýtingarflokki rammaáætlunar um virkjun og nýtingu landsvæða. Um þetta spunnust síðan miklar umræður sem og um fjárútlát einstakra ráðherra í aðdraganda kosninganna. „Að einn hæst virtur ráðherra skuli hafa afgreitt þetta án nokkurs samráðs við þingið, án nokkurs samráðs við arftaka sinn. Sem kemur greinilega af fjöllum en þó ekki fjöllum Vestfjarða. Og gera þetta rétt áður en hann færir sig í annað ráðuneyti,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók undir með Sigmundi Davíð. „Þetta eru ótrúlega undarleg vinnubrögð. Þau eru auðvitað síðasti hlekkurinn í atburðarás sem hófst síðasta vor. Þegar ráðherrarnir fóru ríðandi um héruð til að borga og friðlýsa og kaupa sér velvild kjósenda í landinu,“ sagði Logi. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði hvort vænta mætti þess að ágreiningur milli stjórnarflokkanna yrði afgreiddur með þessum hætti þeirra á milli og án aðkomu þingsins. „Þetta er mikilvægara en svo að það sé hægt að útkljá það í sandkassa,“ sagði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra segir Alþingi en ekki ráðherra hafa fjárveitingarvaldið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna. „Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita stjórnarráðinu aðhald. Einstökum ráðherrum, ríkisstjórninni í nefndum, hér í þingsal,“ sagði fjármálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson situr á Alþingi fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi hér frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið eins og einn háttvirtur þingmaður nefndi hér áðan. Auðvitað algerlega skautað framhjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingarvaldið,“ sagði Bjarni og fullyrti að ráðherrar færu algerlega eftir fjárheimildum Alþingis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði Alþingi hins vegar hafa verið haldið frá hlutverki sínu. „Þingi var slitið 13. júní. Það kom aftur saman í desembermánuði. Þingið hefur verið í engri stöðu til að veita ríkisstjórninni aðhald. Einfaldlega vegna þess að það var búið þannig um hnútana að þingið var ekki að störfum,“ sagði Þorbjörg. Móta þarf aðgerðir fyrir þá sem enn sæta samkomutakmörkunum Fjármálaráðherra stóð hins vegar í fleiru á Alþngi því fyrsta umræða um tekjufrumvörp og skatta og gjaldafrumvörp næsta árs hófst á Alþingi í dag. Þar sýnist mörgum að gera megi betur en Bjarni segir ríkisstjórnina leggja sitt að mörkum með því að hækka ekki króntöluskatta eins og tóbaks og bensíngjöld umfram 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlbankans. „Jafnvel þótt verðbólgan á þessu ári og næsta sé þar yfir. Þannig að þessi gjöld eru að rýrna að raungildi. En þau hækka um tvö og hálft prósent,“ segir fjármálaráðherra. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar með þessum tekjufrumvörpum á þessum tímapunkti þegar útgjöld ríkissjóðs hafa auðvitað hafa verið gífurleg á undanförnum tveimur árum vegna faraldursins? „Stefnan sem við höfum verið að reka er að segja að rétta viðbragðið við því að hérna tapast tuttugu þúsund störf er að bíða og styðja. Vera með ívilnanir. Sætta sig við að tekjur ríkissjóðs falla tímabundið og trúa því að með því að fara ekki í skattahækkanir og vera ekki í niðurskurði og bæta frekar í fjárfestingu muni þessi tími klára siglíða hjá og störfin verða til. Þetta er að gerast núna,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna.Vísir/Vilhelm Ýmsar vinnumarkaðsaðgerðir renni bráttút enda uppfylli margir ekki skilyrði þeirra vegna minna atvinnuleysis. Hins vegar verði að grípa til úrræða fyir þá sem verði enn að hafa lokað eða eru með mjög skertan opnunartíma. „Það höfum við gert í gegnum allan þennan faraldur og við þurfum að ljúka við smíði slíkra úrræða í samræmi við ástandið núna og þessar nýjustu ákvarðanir um samkomutakmarkanir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Umhverfismál Árneshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira