Frumherji endurskoðar eignarhaldið Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 14:23 Frumherji er með 32 starfsstöðvar víðs vegar um landið. Frumherji Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, og Andri Gunnarsson stjórnarformaður keyptu á dögunum út aðra hluthafa félagsins. Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira