Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 15:41 Einar og Beverly ráku dagheimili og síðar Montessori-leikskóla í Garðabæ á árunum 2003-2008. Mynd úr Íslendingi Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. Heimilið var í umsjá hjónanna Einars og Beverly og alls dvöldu áttatíu börn hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Einnig starfræktu þau hjón leikskóla og voru dagforeldrar í Garðabæ um tíma á árunum 1998-2015. Garðabær hefur ákveðið að ráðast í úttekt á starfsemi sem fram fór innan leikskóla og í daggæslu sem umrædd hjón störfuðu við. Segist sveitarfélagið líta málið alvarlegum augum. Nú þegar hafi einhverjir haft samband EAÞ ráðgjör mun framkvæmda úttektina og er vinna þegar hafin hjá Garðabæ við að afla nánari upplýsinga um störf þeirra sem dagforeldra og um leikskólareksturinn sem fram fór í Garðabæ, svo sem gögn um verklag, lög og reglur, gögn um börn og starfsmenn. „Farið verður gaumgæfilega yfir hvernig verklagið var, hvort farið var eftir því, hvort vinnulag sé með öðrum hætti í dag og lærdómur dreginn af því um hvernig má gera betur,“ segir í tilkynningu frá bænum. Vegna úttektarinnar óskar Garðabær eftir því að foreldrar eða þeir sem voru í leikskóla eða í daggæslu hjá þeim hjónum í Garðabæ hafi samband til að veita upplýsingar um starfsemina. Nú þegar hafa einhverjir hlutaðeigandi haft samband við bæjarskrifstofur Garðabæjar, að því er segir í tilkynningunni. Upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við starfsfólk Garðabæjar vegna málsins Hægt er að hringja í þjónustuver Garðabæjar vegna málsins í s. 525 8500 eða senda tölvupóst á netfangið gardabaer@gardabaer.is með fyrirspurnum, ábendingum eða óskum um samtal og/eða ráðgjöf. Einnig er hægt að hafa beint samband við Anný Rós Ævarsdóttur félagsráðgjafa á fjölskyldusviði Garðabæjar í netfangi annyaev@gardabaer.is Haft verður samband eins fljótt og auðið er við alla þá sem hringja eða senda t-póst. Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Garðabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. 25. nóvember 2021 19:57 „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. Heimilið var í umsjá hjónanna Einars og Beverly og alls dvöldu áttatíu börn hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Einnig starfræktu þau hjón leikskóla og voru dagforeldrar í Garðabæ um tíma á árunum 1998-2015. Garðabær hefur ákveðið að ráðast í úttekt á starfsemi sem fram fór innan leikskóla og í daggæslu sem umrædd hjón störfuðu við. Segist sveitarfélagið líta málið alvarlegum augum. Nú þegar hafi einhverjir haft samband EAÞ ráðgjör mun framkvæmda úttektina og er vinna þegar hafin hjá Garðabæ við að afla nánari upplýsinga um störf þeirra sem dagforeldra og um leikskólareksturinn sem fram fór í Garðabæ, svo sem gögn um verklag, lög og reglur, gögn um börn og starfsmenn. „Farið verður gaumgæfilega yfir hvernig verklagið var, hvort farið var eftir því, hvort vinnulag sé með öðrum hætti í dag og lærdómur dreginn af því um hvernig má gera betur,“ segir í tilkynningu frá bænum. Vegna úttektarinnar óskar Garðabær eftir því að foreldrar eða þeir sem voru í leikskóla eða í daggæslu hjá þeim hjónum í Garðabæ hafi samband til að veita upplýsingar um starfsemina. Nú þegar hafa einhverjir hlutaðeigandi haft samband við bæjarskrifstofur Garðabæjar, að því er segir í tilkynningunni. Upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við starfsfólk Garðabæjar vegna málsins Hægt er að hringja í þjónustuver Garðabæjar vegna málsins í s. 525 8500 eða senda tölvupóst á netfangið gardabaer@gardabaer.is með fyrirspurnum, ábendingum eða óskum um samtal og/eða ráðgjöf. Einnig er hægt að hafa beint samband við Anný Rós Ævarsdóttur félagsráðgjafa á fjölskyldusviði Garðabæjar í netfangi annyaev@gardabaer.is Haft verður samband eins fljótt og auðið er við alla þá sem hringja eða senda t-póst.
Upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við starfsfólk Garðabæjar vegna málsins Hægt er að hringja í þjónustuver Garðabæjar vegna málsins í s. 525 8500 eða senda tölvupóst á netfangið gardabaer@gardabaer.is með fyrirspurnum, ábendingum eða óskum um samtal og/eða ráðgjöf. Einnig er hægt að hafa beint samband við Anný Rós Ævarsdóttur félagsráðgjafa á fjölskyldusviði Garðabæjar í netfangi annyaev@gardabaer.is Haft verður samband eins fljótt og auðið er við alla þá sem hringja eða senda t-póst.
Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Garðabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. 25. nóvember 2021 19:57 „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. 25. nóvember 2021 19:57
„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32
Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23