Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 09:13 Málaflokkurinn heyrir undir Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi. Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira