Tveir markmenn í byrjunarliðinu og leikurinn flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. nóvember 2021 11:31 Leikmenn Belenses voru að öllum líkindum frekar ósáttir við að þurfa að spila gegn Benfica í gær. Valter Gouveia/NurPhoto via Getty Images Leikur Belenenses og Benfica í portúgölsku deildinni í fótbolta var í gær flautaður af eftir að Belenenses var aðeins með sex leikmenn eftir á vellinum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021 Portúgal Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021
Portúgal Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira