Heimsmeistarar í hringrásarhugsun og sjálfbærni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:00 Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun