Átta ára drengur látinn eftir ódæðið í Wisconsin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 23:45 Fjöldi fólks hefur lagt blóm, kerti og aðra muni á gangstéttir og götur þar sem skrúðgangan fór fram, til minningar um fólkið sem lést. Jim Vondruska/Getty Sjötta manneskjan er nú látin eftir að maður ók bíl sínum í gegnum jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag. Um var að ræða átta ára dreng. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið, og hefur eftir saksóknurum í málinu að maðurinn sem liggur undir grun, hinn 39 ára gamli Darrell Brooks, hafi þegar verið formlega ákærður vegna dauða þeirra fimm sem þegar hafa látist. Sjöttu ákærunni verði bætt við. Auk hinna sex látnu slösuðust 47 aðrir þegar bílnum var ekið í gegnum skrúðgönguna í borginni Waukesha í Wisconsin. Drengurinn sem lést í dag var átta ára og hét Jackson Sparks. Hann var staddur á skrúðgöngunni ásamt tólf ára bróður sínum, sem einnig varð fyrir bílnum. Samkvæmt aðstandendum bræðranna fór Jackson í aðgerð á heila á sunnudaginn. Búist er við að bróðir hans, sem höfuðkúpubrotnaði, muni ná sér að fullu. Darrell Brooks var leiddur fyrir dómara í dag. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir að bana fimm, og verður ákærður fyrir sjötta dauðsfallið.Mark Hoffman/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Brooks á að baki sextán ákærur frá árinu 1999. Rannsókn stóð yfir í tveimur málum sem varða hann þegar atvikið átti sér stað í gær. Í tengslum við annað þeirra er hann sakaður um að hafa keyrt bifreið sinni vísvitandi á konu að loknu rifrildi þeirra með þeim afleiðingum að hún var lögð inn á spítala. Bandaríkin Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið, og hefur eftir saksóknurum í málinu að maðurinn sem liggur undir grun, hinn 39 ára gamli Darrell Brooks, hafi þegar verið formlega ákærður vegna dauða þeirra fimm sem þegar hafa látist. Sjöttu ákærunni verði bætt við. Auk hinna sex látnu slösuðust 47 aðrir þegar bílnum var ekið í gegnum skrúðgönguna í borginni Waukesha í Wisconsin. Drengurinn sem lést í dag var átta ára og hét Jackson Sparks. Hann var staddur á skrúðgöngunni ásamt tólf ára bróður sínum, sem einnig varð fyrir bílnum. Samkvæmt aðstandendum bræðranna fór Jackson í aðgerð á heila á sunnudaginn. Búist er við að bróðir hans, sem höfuðkúpubrotnaði, muni ná sér að fullu. Darrell Brooks var leiddur fyrir dómara í dag. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir að bana fimm, og verður ákærður fyrir sjötta dauðsfallið.Mark Hoffman/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Brooks á að baki sextán ákærur frá árinu 1999. Rannsókn stóð yfir í tveimur málum sem varða hann þegar atvikið átti sér stað í gær. Í tengslum við annað þeirra er hann sakaður um að hafa keyrt bifreið sinni vísvitandi á konu að loknu rifrildi þeirra með þeim afleiðingum að hún var lögð inn á spítala.
Bandaríkin Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46
Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05