Maguire: Þetta er risastórt fyrir tímabilið okkar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 20:45 Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kátur með sigur liðsins í kvöld. Eric Alonso/Getty Images Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kampakátur með 0-2 sigur liðsins gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigrinum, en Maguire segir hann risastóran fyrir tímabilið. „Þetta er risastór fyrir tímabilið okkar,“ sagði Maguire í leikslok, en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United. „Seinustu mánuði höfum við verið langt frá því að vera nógu góðir og við þurftum að ná í úrslit fyrir stuðningsmennina og tímabilið okkar. Við þurfum að ganga úr skugga um að þetta sé bara byrjunin og halda áfram að berjast.“ Maguire og félagar byrjuðu leikinn hálf brösulega og heimamenn í Villareal virtust lengi vel líklegri aðilinn í leiknum „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik. Það var mikilvægt að halda okku inni í leiknum og mér fannst strákarnir sem komu af bekknum hjálpa okkur mikið. Frammistaðan í seinni hálfleik var mjög góð.“ „Við lögðum áherslu á að ná í úrslit. Þú þarft að spila vel þegar þú spilar á útivelli í Evrópukeppni. Við fengum út úr þessum leik það sem við áttum skilið af því að við sköpuðum okkur gó færi.“ Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark United, en það kom eftir að Fred setti mikla pressu á Etienne Capoue og þaðan barst boltinn inn fyrir á Ronaldo. Maguire segir að liðið hafi rætt um að setja pressu á andstæðinginn og það hafi skilað sér. „Við viljum eiga frumkvæðið og vera agressívir. Í fyrri hálfleik vorum við kannski að spila eins og við værum hræddir. Við töluðum um það og fyrra markið kom eftir góða pressu.“ „Ronaldo er búinn að vera frábær. Við þurfum að koma okkur aftur á þann stað þar sem við erum góðir og stöðugir af því að ef við náum því þá eigum við möguleika á að vinna alla leiki með hann frammi,“ sagði Maguire að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
„Þetta er risastór fyrir tímabilið okkar,“ sagði Maguire í leikslok, en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United. „Seinustu mánuði höfum við verið langt frá því að vera nógu góðir og við þurftum að ná í úrslit fyrir stuðningsmennina og tímabilið okkar. Við þurfum að ganga úr skugga um að þetta sé bara byrjunin og halda áfram að berjast.“ Maguire og félagar byrjuðu leikinn hálf brösulega og heimamenn í Villareal virtust lengi vel líklegri aðilinn í leiknum „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik. Það var mikilvægt að halda okku inni í leiknum og mér fannst strákarnir sem komu af bekknum hjálpa okkur mikið. Frammistaðan í seinni hálfleik var mjög góð.“ „Við lögðum áherslu á að ná í úrslit. Þú þarft að spila vel þegar þú spilar á útivelli í Evrópukeppni. Við fengum út úr þessum leik það sem við áttum skilið af því að við sköpuðum okkur gó færi.“ Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark United, en það kom eftir að Fred setti mikla pressu á Etienne Capoue og þaðan barst boltinn inn fyrir á Ronaldo. Maguire segir að liðið hafi rætt um að setja pressu á andstæðinginn og það hafi skilað sér. „Við viljum eiga frumkvæðið og vera agressívir. Í fyrri hálfleik vorum við kannski að spila eins og við værum hræddir. Við töluðum um það og fyrra markið kom eftir góða pressu.“ „Ronaldo er búinn að vera frábær. Við þurfum að koma okkur aftur á þann stað þar sem við erum góðir og stöðugir af því að ef við náum því þá eigum við möguleika á að vinna alla leiki með hann frammi,“ sagði Maguire að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51