Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:18 Kyle Rittenhouse í dómsal í gær. AP/Sean Kj Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42