Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 07:41 Útgöngubann fyrir þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni tók gildi í Austurríki aðfaranótt mánudagsins síðasta. AP Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59