Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:01 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig tungljeppinn gæti litið út. Northrop Grumman Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39
Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33
Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15