„Snjall“ tæki – Fljótum sítengd að feigðarósi Geir Gunnar Markússon skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Í sumar eyddi ég tæpri viku norður á Ströndum og átti þar mína bestu daga í langan tíma. Það sem gerði þessa upplifum svo stórkostlega var nær algjört netsambands- og „snjall“símaleysi. Ég fylltist einhverri innri ró við að upplifa frelsi símaleysisins. Svo fylltist ég stolti og gleði að sjá hvað dætur mínar undu sér vel við að dunda sér án tækninnar í spili, litandi, í leikjum og eðlilegum samskiptum. Við eldra fólkið gerum einnig það sama. Þessir góðu dagar þarna norður á Ströndum vöktu mig af mjög vondum draumi. Við erum að bókstaflega að kála okkur andlega og félagslega með þessum ekki svo snjöllu snjalltækum.Ég fékk minn fyrsta gemsa árið 1994 og dauðbrá og þorði ekki að svara í hann þegar hann hringdi í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Ég man þegar ég sendi mitt fyrsta sms nokkrum árum seinna og svo man ég byltinguna að fá tölvupóst og að geta skoðað netið í símanum. En í dag erum við bókstaflega með símann í andlitinu allan daginn og við erum „sjálfviljug“ að taka þátt í stærstu samfélagslegu- og félagsfræðilegu rannsókn sem gerð hefur verið á mannkyni. Hönnunin á uppsetning á nútíma samfélagsmiðlum, youtube-rásum, leikjum og tækjum er svo mögnuð að það er nánast ömögulegt að leggja símann frá sér. T.d. fær Stacy hin rússneskættaða youtube stjarna oft mun meiri athygli á heimilinu en pabbi gamli og oft langar mig til að gerast karakter í Roblox leiknum til að geta fangað athygli dætra minna. Og algórythmar miðlanna vita stundum meira um mig en konan mín, nema þegar ég fæ auglýsingar um legsteina (rétt rúmlega fertugur maðurinn). Auðvitað er þessi síma- og tölvuheimur miklu meira spennandi en að fara að sparka bolta í vegg eða klifra í trjám eins og ég gerði í gamla daga. Þetta er bara alveg og dísætt nammi með öllum lyktar- og bragðefnum þessa heims er miklu bragðbetra og meira heillandi en náttúrulegt epli. En hundurinn liggur grafinn í þessum gerviheimi og ávana sem fylgir notkun þessara miðla. Nýjasta útspil Facebook/Meta er reyndar sýndarveruleiki og þeir ætla því að fara alla leið með okkur í átt að gerviveröldunni.Mig langar ekki að taka þátt í þessum gerviheimi snjallsímans en miðlarnir (sem eru greinilega sniðugri en ég) hafa líka gert mig háða sér með því að hluti af vinnu minni og einkalífi fer fram í gegnum þessa miðla. Húsfélagið, skólastarfið, kaup og sala á vörum og vinahittingar fara fram í gegnum samfélagsmiðla. Bara það að vera nútíma manneskja krefst þess að þú sért virkur á þessum miðlum. Ég missi t.d. að miklu (er mér sagt) að vera ekki á virkur á snapchat og Twitter. Þeir kunna sitt fag í að fá mann til að ánetjast, stöðugt áreiti, það sést ef maður hefur séð skilaboðin eða ekki, þú getur ekki unnið. Þetta er ávísun á sturlun og kulnun að vera svona sítengdur tækninni. Enda sést það líka á ungmennum okkar sem nota þessa miðla hvað mest að kvíði og svefnleysi þeirra er meira en oft áður. Ég vona svo heitt og innilega að það verið komið önnur og manneskjulegri tækni þegar dætur mínar verða unglingar.Ég sakna mjög gamla tímans þegar maður var ekki sítengdur og gat farið út án þess að hafa áhyggjur af því að síminn væri með. Ég vill fá að upplifa þetta frelsi aftur og nú ég dreg línuna í sandinn og ætla að gera allt sem ég get til að berjast á móti þessari „snjall“tækni þessu þó vissulega sé ég að synda á móti straumnum og berjast við ofurefli. Mér finnst við þurfa að setja samskiptareglur með miðlana til að snúa við þessari þróun og lifa af sem mannverur en ekki tölvuverur. Hér eru nokkrar reglur sem ég er að reyna að tileinka mér til að berjast á móti þessari öfugþróun: Prófum að kíkja ekki í símann á biðstofunni. Þið eruð með mér í liði ef ég sé ykkur ekki í símanum á biðstofu læknisins. Leyfum okkar að láta hugann reika og skoðum allt þetta fólk í kringum okkur og ímyndum okkur hvað þau séu að skoða svona skemmtilegt í símnum. Símalausir sunnudagar. Góð hugmynd að skemmtilegum sunnudegi að nota símann bara upp á gamla máttann og það má tala í hann en ekki nota til neins annars. Fyrstu sunnudagarnir sem þið prófið þetta verða erfiðir en svo munið þið upplifa frelsið sem fylgir símaleysinu. Engir símar í svefnherginu. Svefnherbergi er fyrir svefn, bókalestur og kynlíf. Það er hægt að vakna með gamaldags vekjaraklukkum sem fást t.d. hjá Nonna Gull í Hafnarfirði. Samfélagsmiðlaus matarboð, stefnumót og vinahittingar. Hvað eruð þið að gera þið hittið annað fólk? Verum til staðar fyrir þá sem við komum til að hitta en ekki vera fjarlæg í símunum. Hringjum í vini eða hittum á afmælum þeirra í stað þess að senda þeim innantóma afmæliskveðju á samfélagsmiðlum. Sýnum börnum okkar fordæmi og notum snjallsímann og forritin í honum sem minnst heimavið þegar vinnudegi líkur. Njótum samveru með fjölskyldunni í stað þess að hver og einn sé fastur í sínu horni sinni gerviveröld í símanum. Hvet alla til setja sér reglur tengt snjalltækjum fyrir sitt heimili. Tæknigúrúrar og frumkvöðlar þessa heims ég ákalla ykkur alla að fara að þróa tæknina í þá átt að við séum minna háð þessum tækjum. En ég er ekki bjartsýnn því allt virðist stefna í þátt átt að gera okkur að hálfgerðum tölvuverum og líklega dó von okkar um að tölvur og gervigreind muni ekki stýra lífi okkar þegar Steve Jobs fyrrverandi forstjóri Apple dó fyrir 10 árum. Hann sagði; „ Börnin mín skamma mig og konuna mína fyrir að vera fasistar og hafa of miklar áhyggjur af umgengni við nútíma tækni, og segja að enginn vina þeirra þurfi að hlýða svona ströngum reglum um notkun tækjanna…..það er vegna þess að ég hef séð hætturnar við mikla notkun þessara tækja skýrt og greinilega í mínum störfum, ég vill ekki að það hendi börnin mín“. Blessuð sé minning þessa vitra manns. Það er sorglegt og um leið kaldhæðið að allir sem voru að klára að lesa þetta lásu þetta af tölvuskjá eða úr síma og ég vakti athygli á þessari grein á samfélagsmiðlum mínum. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Fíkn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í sumar eyddi ég tæpri viku norður á Ströndum og átti þar mína bestu daga í langan tíma. Það sem gerði þessa upplifum svo stórkostlega var nær algjört netsambands- og „snjall“símaleysi. Ég fylltist einhverri innri ró við að upplifa frelsi símaleysisins. Svo fylltist ég stolti og gleði að sjá hvað dætur mínar undu sér vel við að dunda sér án tækninnar í spili, litandi, í leikjum og eðlilegum samskiptum. Við eldra fólkið gerum einnig það sama. Þessir góðu dagar þarna norður á Ströndum vöktu mig af mjög vondum draumi. Við erum að bókstaflega að kála okkur andlega og félagslega með þessum ekki svo snjöllu snjalltækum.Ég fékk minn fyrsta gemsa árið 1994 og dauðbrá og þorði ekki að svara í hann þegar hann hringdi í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Ég man þegar ég sendi mitt fyrsta sms nokkrum árum seinna og svo man ég byltinguna að fá tölvupóst og að geta skoðað netið í símanum. En í dag erum við bókstaflega með símann í andlitinu allan daginn og við erum „sjálfviljug“ að taka þátt í stærstu samfélagslegu- og félagsfræðilegu rannsókn sem gerð hefur verið á mannkyni. Hönnunin á uppsetning á nútíma samfélagsmiðlum, youtube-rásum, leikjum og tækjum er svo mögnuð að það er nánast ömögulegt að leggja símann frá sér. T.d. fær Stacy hin rússneskættaða youtube stjarna oft mun meiri athygli á heimilinu en pabbi gamli og oft langar mig til að gerast karakter í Roblox leiknum til að geta fangað athygli dætra minna. Og algórythmar miðlanna vita stundum meira um mig en konan mín, nema þegar ég fæ auglýsingar um legsteina (rétt rúmlega fertugur maðurinn). Auðvitað er þessi síma- og tölvuheimur miklu meira spennandi en að fara að sparka bolta í vegg eða klifra í trjám eins og ég gerði í gamla daga. Þetta er bara alveg og dísætt nammi með öllum lyktar- og bragðefnum þessa heims er miklu bragðbetra og meira heillandi en náttúrulegt epli. En hundurinn liggur grafinn í þessum gerviheimi og ávana sem fylgir notkun þessara miðla. Nýjasta útspil Facebook/Meta er reyndar sýndarveruleiki og þeir ætla því að fara alla leið með okkur í átt að gerviveröldunni.Mig langar ekki að taka þátt í þessum gerviheimi snjallsímans en miðlarnir (sem eru greinilega sniðugri en ég) hafa líka gert mig háða sér með því að hluti af vinnu minni og einkalífi fer fram í gegnum þessa miðla. Húsfélagið, skólastarfið, kaup og sala á vörum og vinahittingar fara fram í gegnum samfélagsmiðla. Bara það að vera nútíma manneskja krefst þess að þú sért virkur á þessum miðlum. Ég missi t.d. að miklu (er mér sagt) að vera ekki á virkur á snapchat og Twitter. Þeir kunna sitt fag í að fá mann til að ánetjast, stöðugt áreiti, það sést ef maður hefur séð skilaboðin eða ekki, þú getur ekki unnið. Þetta er ávísun á sturlun og kulnun að vera svona sítengdur tækninni. Enda sést það líka á ungmennum okkar sem nota þessa miðla hvað mest að kvíði og svefnleysi þeirra er meira en oft áður. Ég vona svo heitt og innilega að það verið komið önnur og manneskjulegri tækni þegar dætur mínar verða unglingar.Ég sakna mjög gamla tímans þegar maður var ekki sítengdur og gat farið út án þess að hafa áhyggjur af því að síminn væri með. Ég vill fá að upplifa þetta frelsi aftur og nú ég dreg línuna í sandinn og ætla að gera allt sem ég get til að berjast á móti þessari „snjall“tækni þessu þó vissulega sé ég að synda á móti straumnum og berjast við ofurefli. Mér finnst við þurfa að setja samskiptareglur með miðlana til að snúa við þessari þróun og lifa af sem mannverur en ekki tölvuverur. Hér eru nokkrar reglur sem ég er að reyna að tileinka mér til að berjast á móti þessari öfugþróun: Prófum að kíkja ekki í símann á biðstofunni. Þið eruð með mér í liði ef ég sé ykkur ekki í símanum á biðstofu læknisins. Leyfum okkar að láta hugann reika og skoðum allt þetta fólk í kringum okkur og ímyndum okkur hvað þau séu að skoða svona skemmtilegt í símnum. Símalausir sunnudagar. Góð hugmynd að skemmtilegum sunnudegi að nota símann bara upp á gamla máttann og það má tala í hann en ekki nota til neins annars. Fyrstu sunnudagarnir sem þið prófið þetta verða erfiðir en svo munið þið upplifa frelsið sem fylgir símaleysinu. Engir símar í svefnherginu. Svefnherbergi er fyrir svefn, bókalestur og kynlíf. Það er hægt að vakna með gamaldags vekjaraklukkum sem fást t.d. hjá Nonna Gull í Hafnarfirði. Samfélagsmiðlaus matarboð, stefnumót og vinahittingar. Hvað eruð þið að gera þið hittið annað fólk? Verum til staðar fyrir þá sem við komum til að hitta en ekki vera fjarlæg í símunum. Hringjum í vini eða hittum á afmælum þeirra í stað þess að senda þeim innantóma afmæliskveðju á samfélagsmiðlum. Sýnum börnum okkar fordæmi og notum snjallsímann og forritin í honum sem minnst heimavið þegar vinnudegi líkur. Njótum samveru með fjölskyldunni í stað þess að hver og einn sé fastur í sínu horni sinni gerviveröld í símanum. Hvet alla til setja sér reglur tengt snjalltækjum fyrir sitt heimili. Tæknigúrúrar og frumkvöðlar þessa heims ég ákalla ykkur alla að fara að þróa tæknina í þá átt að við séum minna háð þessum tækjum. En ég er ekki bjartsýnn því allt virðist stefna í þátt átt að gera okkur að hálfgerðum tölvuverum og líklega dó von okkar um að tölvur og gervigreind muni ekki stýra lífi okkar þegar Steve Jobs fyrrverandi forstjóri Apple dó fyrir 10 árum. Hann sagði; „ Börnin mín skamma mig og konuna mína fyrir að vera fasistar og hafa of miklar áhyggjur af umgengni við nútíma tækni, og segja að enginn vina þeirra þurfi að hlýða svona ströngum reglum um notkun tækjanna…..það er vegna þess að ég hef séð hætturnar við mikla notkun þessara tækja skýrt og greinilega í mínum störfum, ég vill ekki að það hendi börnin mín“. Blessuð sé minning þessa vitra manns. Það er sorglegt og um leið kaldhæðið að allir sem voru að klára að lesa þetta lásu þetta af tölvuskjá eða úr síma og ég vakti athygli á þessari grein á samfélagsmiðlum mínum. Höfundur er næringarfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun