Markadrottningin skoraði í fyrsta sinn í 707 daga og það sást á fögnuði hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 16:01 Ada Hegerberg er mikil markadrottning en var búin að bíða mjög lengi eftir að skora mark fyrir Olympique Lyon. Getty/Matthew Lewis Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg er mætt á ný inn á völlinn eftir langa fjarveru frá vegna erfiða meiðsla og nú er hún líka farin að raða inn mörkum. Hegerberg er fyrrum besta knattspyrnukona heims og einn mesti markaskorari sem kvennafótboltinn hefur séð. Krossbandsslit í janúar 2020 breyttu miklu og hún spilaði ekki fótbolta í tuttugu mánuði. Hegerberg scoret for første gang på 707 dager https://t.co/gn0pGcr7kA— VG Sporten (@vgsporten) November 14, 2021 Nú er þessi frábæra knattspyrnukona og liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, farin að stríða varnarmönnum á ný. Hegerberg braut ísinn í stórsigri Olympique Lyon í toppslagnum á móti Paris Saint Germain í frönsku deildinni. Lyon vann leikinn 6-1 en sú norska skoraði tvö síðustu mörk liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk Hegerberg í 707 daga eða síðan 8. desember 2019. Hegerberg hafði ekki náð að skora í fyrstu fimm leikjum sínum eftir endurkomuna en mörkin litu loksins dagsins ljós um helgina. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark Ödu í 21 mánuð og allar þær tilfinningar sem brutust fram hjá henni. After nearly 21 months out with injury, 2018 Ballon d Or winner Ada Hegerberg scored her first goal for Lyon since returning.It meant everything (via @OLfeminin)pic.twitter.com/llqx6qE3kb— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Ada Hegerberg er 26 ára gömul síðan í júlí en hún hefur spilað með Olympique Lyon frá árinu 2014 og unnið sextán stóra titla með franska liðinu. Eftir mörkin tvö í þessum leik hefur Hegerberg skoraði 222 mörk í 188 leikjum með Lyon í öllum keppnum. Hún var fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn, sem besta knattspyrnukona heims, árið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Hegerberg er fyrrum besta knattspyrnukona heims og einn mesti markaskorari sem kvennafótboltinn hefur séð. Krossbandsslit í janúar 2020 breyttu miklu og hún spilaði ekki fótbolta í tuttugu mánuði. Hegerberg scoret for første gang på 707 dager https://t.co/gn0pGcr7kA— VG Sporten (@vgsporten) November 14, 2021 Nú er þessi frábæra knattspyrnukona og liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, farin að stríða varnarmönnum á ný. Hegerberg braut ísinn í stórsigri Olympique Lyon í toppslagnum á móti Paris Saint Germain í frönsku deildinni. Lyon vann leikinn 6-1 en sú norska skoraði tvö síðustu mörk liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk Hegerberg í 707 daga eða síðan 8. desember 2019. Hegerberg hafði ekki náð að skora í fyrstu fimm leikjum sínum eftir endurkomuna en mörkin litu loksins dagsins ljós um helgina. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark Ödu í 21 mánuð og allar þær tilfinningar sem brutust fram hjá henni. After nearly 21 months out with injury, 2018 Ballon d Or winner Ada Hegerberg scored her first goal for Lyon since returning.It meant everything (via @OLfeminin)pic.twitter.com/llqx6qE3kb— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Ada Hegerberg er 26 ára gömul síðan í júlí en hún hefur spilað með Olympique Lyon frá árinu 2014 og unnið sextán stóra titla með franska liðinu. Eftir mörkin tvö í þessum leik hefur Hegerberg skoraði 222 mörk í 188 leikjum með Lyon í öllum keppnum. Hún var fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn, sem besta knattspyrnukona heims, árið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira