Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 10:11 Kona greiðir atkvæði með aðstoð ungs barns í þingkosningum í Buenos Aires í gær. AP/Rodrigo Abd Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt. Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista. Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista.
Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira