Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 09:04 Samband Xi (t.v.) og Biden (t.h.) var með ágætum þegar sá síðarnefndi var varaforseti Bandaríkjanna á sínum tíma. Fundurinn er í dag er sá fyrsti eftir að Biden varð forseti Bandaríkjanna. AP/Damian Dovarganes Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti. Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti.
Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38