„Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 23:16 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var óánægður með 57 stiga tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. „Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
„Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins