Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 10:25 Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum. ELKO ætlar því að beina sölunni á leikjatölvunum á vefinn, líkt og áður, til að jafna aðstæður viðskiptavina. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi dregið úr framleiðslumarkmiðum sínum vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum sem hefur komið niður á tækjaframleiðendum um allan heim og vegna vandræða við vöruflutninga. Áætlað er að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sala leikjatölvanna hófst fyrir ári síðan en framboð hefur engan veginn annað eftirspurn síðan. ELKO er einn af stærri söluaðilum PlayStation hér á landi og bíða þúsundir viðskiptavina eftir því að fá tölvupóst um að tölvan sé fáanleg á lager, samkvæmt tilkynningu. „Þær sendingar sem við fáum seljast yfirleitt upp á örfáum mínútum en við sjáum mikið álag á vefnum í hvert skipti sem tölvan fer í sölu,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir að því hafi verið ákveðið að beina allri sölu á PS5 á vefinn. Markmiðið sé að allir viðskiptavinir fái jafna möguleika á að næla sér í eintak, sama hvar þeir séu á landinu. ELKO fær skamman fyrirvara um það hvenær sendingar og berast og hve margar PS5 eru á leiðinni en um leið og opnað er fyrir sölu fá viðskiptavinir sem hafa skráð sig fyrir tilkynningu tölvupóst um að salan hafi verið opnuð. „Það fá því allir viðskiptavinir jafnan fyrirvara,“ segir Arinbjörn. Arinbjörn mælir með því að þeir sem vilji koma höndum yfir PS5 noti „láttu mig vita“ hnappinn á vef ELKO. Von sé á einhverjum sendingum en fyrir liggi að færri muni fá eintök en vilja. Fréttin hefur verið uppfærð Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
ELKO ætlar því að beina sölunni á leikjatölvunum á vefinn, líkt og áður, til að jafna aðstæður viðskiptavina. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi dregið úr framleiðslumarkmiðum sínum vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum sem hefur komið niður á tækjaframleiðendum um allan heim og vegna vandræða við vöruflutninga. Áætlað er að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sala leikjatölvanna hófst fyrir ári síðan en framboð hefur engan veginn annað eftirspurn síðan. ELKO er einn af stærri söluaðilum PlayStation hér á landi og bíða þúsundir viðskiptavina eftir því að fá tölvupóst um að tölvan sé fáanleg á lager, samkvæmt tilkynningu. „Þær sendingar sem við fáum seljast yfirleitt upp á örfáum mínútum en við sjáum mikið álag á vefnum í hvert skipti sem tölvan fer í sölu,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir að því hafi verið ákveðið að beina allri sölu á PS5 á vefinn. Markmiðið sé að allir viðskiptavinir fái jafna möguleika á að næla sér í eintak, sama hvar þeir séu á landinu. ELKO fær skamman fyrirvara um það hvenær sendingar og berast og hve margar PS5 eru á leiðinni en um leið og opnað er fyrir sölu fá viðskiptavinir sem hafa skráð sig fyrir tilkynningu tölvupóst um að salan hafi verið opnuð. „Það fá því allir viðskiptavinir jafnan fyrirvara,“ segir Arinbjörn. Arinbjörn mælir með því að þeir sem vilji koma höndum yfir PS5 noti „láttu mig vita“ hnappinn á vef ELKO. Von sé á einhverjum sendingum en fyrir liggi að færri muni fá eintök en vilja. Fréttin hefur verið uppfærð
Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira