Tvö norðurlönd bætast í bandalag Danmerkur gegn olíu- og gasvinnslu en ekki Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:52 Gamlir og ónotaðir olíuborpallar í Cromarty-firði í Skotlandi. Skoska heimastjórnin á í viðræðum við BOGA. Bresk stjórnvöld gefa þó út leitar- og vinnsluleyfi undan ströndum Skotlands þar sem mest af vinnslu Breta fer fram. Vísir/EPA Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira